ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu:Glæsilegt og rúmgott einbýlishús sem er í byggingu í nýju hverfi á Selfossi.
Heildarstærð hússins er 229,1m2 og er sambyggður bílskúr 44m2 þar af.
Að utan verður húsið klætt með lituðum álkassettum..
Gluggar og hurðir eru
ál/tré og er
þrefalt gler í öllum gluggum.
Innra skipulag er mjög skemmtilegt en það telur anddyri, þvottahús, baðherbergi, stofu og eldhús sem eru í 50 m2 alrými,sjónvarpshol,
3 barnaherbergi, hjónaherbergi með sérbaðherbergi og fataherbergi auk rúmgóðs bílskúrs.
Eignin afhendist tilbúin að utan og fokeld að innan, lóð skilast grófjöfnuð.
Afhendingartími er í desember 2025Hægt er að fá húsið lengra komið eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.