ÁRBORGIR FASTEIGNASALA S: 482-4800 kynnir í einkasölu:Áltarstekkur 1. Sumarhús við Þingvallavatn. Húsið er timburhús með lituðu járni á þaki. Húsið er skráð 56.4 m² og er það byggt árið 1984 skv. Þjóðskrá.
Að innan skiptist húsið í alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi, svefnloft, eldhús og geymslu sem er byggð utan á húsið og er ekki inni í fermetratölu.
Einnig er saunahús á lóðinni sem er ekki inni í fermetratölu.
Sumarbústaðurinn stendur á 1804 m² eignarlóð.
Svæðið er lokað með símahliði.
Að innan er húsið mjög hrátt og hefur nánast allt verið rifið út úr því. Húsið þarfnast viðhalds.
Nánari upplýsingar og bókið skoðun á skrifstofu Árborga.
[email protected] eða í síma 482-4800