ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu:Falleg og vel skipulögð íbúð á efri hæð með sérinngangi í snyrtilegu og vel staðsettu fjórbýlishúsi í Mosfellsbæ. Eignin er alls 94,2 fm og skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús/borðstofu, stofu og geymslu. Geymsluloft er yfir allri íbúðinni sem er ekki inn í uppgefnum fermetrafjölda.
Nánari lýsing:Forstofa: Flísar eru á gólfi og þar er fataskápur.
Eldhús: Falleg innrétting með góðu geymsluplássi og er harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa eru í björtu og rúmgóðu rými og er harðparket á gólfi. Í stofunni er gengið út suðursvalir.
Svefnherbergin eru öll parketlögð og er góður fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt en þar er snyrtileg innrétting og baðkar með sturtu.
Þvottahús: Parketlagt og þar er lítil innrétting.
Svalir: Svalirnar eru skjólsælar og snúa í suður.
Geymsluloft: Geymsluloft er yfir allri íbúðinni og búið er að þinglýsa sérafnotarétti á því rými. Það er parketlagt með hita og rafmagni.
Útigeymsla: Er á svalagangi við hlið inngangs íbúðarinnar, með hita og rafmagni.
Eignin stendur í rólegum botnlanga og er stutt í alla helstu þjónustu.
Flott íbúð á góðum stað Nánari upplýsingar og bókið skoðun á skrifstofu Árborga.
[email protected] eða í síma 482-4800